Hakið gestastofa Þingvöllum

Mannvit sá um alla verkfræðihönnun vegna stækkunar við Hakið, gestastofu í þjóðgarðinum á Þingvöllum á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins. Verkefnið snerist um hönnun á um 1000 m2 nýbyggingu vestan við núverandi gestastofu við Hakið og tengiganga milli þeirra. Hönnunin er BREEAM vottuð sem er vottun um visthæfa hönnun. Í nýbyggingunni er móttöku- og sýningarrými fyrir gesti þjóðgarðsins, ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk. Í gestastofunni er hægt að fá upplýsingar um þjóðgarðinn og helstu leiðir um hann. Einnig er þar minjagripaverslun og hægt að kynnast sögu og náttúru Þingvalla með margmiðlun.

Verksvið

Verkfræðihönnun

1000 m2 
Nýbygging

„Stóraukinn fjöldi ferðamanna kallar á fjárfestingu í innviðum ferðaþjónustunnar. Núverandi gestastofa á Þingvöllum annar engan veginn þeim fjölda sem leggur leið sína í þjóðgarðinn. Það er því sérlega ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu metnaðarfulla verkefni í fjölsóttasta þjóðgarðinum á Íslandi.“

Pálína Gísladóttir

Verkefnisstjóri