Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús

Harpa, tónlistarhús- og ráðstefnuhús Reykjavíkur var tekin í notkun í maí 2011. Mannvit gegndi veigamiklu hlutverki í verkfræðihönnun og byggingu Hörpunnar og var hluti af Portus hópnum sem átti verðlaunatillögu í hönnun hússins ásamt verkfræðistofunum Ramböll og Hnit. Henning Larsen Architects og Batteríið arkitektar teiknuðu húsið ásamt Ólafi Elíassyni listamanni. ÍAV voru al-verktakar hússins. Mannvit sá um allar jarðgrunnsrannsóknir og berggrunnsrannsóknir, skipulagningu og hönnun á öllum rafkerfum, gerð útboðsgagna, umsjón með útboðum og mat tilboða í samvinnu við Ramböll. Mannvit sá jafnframt um hönnun burðarvirkja, lagna, loftræstingar, rafkerfa og brunatækni ásamt Ramböll.

Burðarvirki hússins eru flókin og vandasöm í hönnun sem gerð var í þrívídd. Þrívíddarhönnun í BIM (Building Information Modelling) hugbúnaði hefur rutt brautina í notkun upplýsingalíkana við mannvirkjagerð.  Harpa er fyrsta stóra verkefnið á landinu þar sem notað er upplýsingalíkan við alla verkfræðihönnun.

Harpa - Mannvit.is (1)

Mjög miklar kröfur eru gerðar til hljóðvistar í húsinu. Meðal annars er tónlistarsalurinn skilgreindur sem N1 salur, en það er hljómburðarflokkun og aðeins eru örfáir slíkir salir til í heiminum.  Allur loftræstibúnaður og pípulagnir eru einangraðar frá burðarvirki hússins með gorma- eða gúmmíupphengjum.  Flest tæknirýmin eru "box-í-box" herbergi, þ.e. innan í rýminu er annað rými með veggjum, gólfi og lofti sem er aðskilið ytra rýminu með holrými eða neoprenpúðum.

Mannvit sá um jarðgrunnsathuganir á Hörpureitnum. Athuganirnar fólu í sér jarðfræðilega kortlagningu á svæðinu og bæði bergtæknilegar og jarðtæknilegar rannsóknir. Þar á meðal:

  • Jarðgrunnsrannsóknir og berggrunnsrannsóknir
  • Hönnunarforsendur fyrir grundun
  • Hönnunarforsendur fyrir boruð ankeri í berg undir bílakjallara
  • Mat á lekt í jarðlögum og bergi og mat á grunnvatnssveiflum vegna sjávarfalla
  • Prufuborun í berg og laus jarðlög – Kjarnaborun, loftborun, borun á sjó, sýnataka, dýnamísk prufuborun, SPT.
    • Lektarpróf.
    • Mælingar á grunnvatnshæð og vöktun á breytingu grunnvatnshæðar vegna sjávarfalla.
    • Punktálagsmælingar á bergkjörnum.
    • Greining borkjarna og svarfsýna.
    • Berggreining og berggæðamat.
  • Prufugryfjur – Sýnataka.
  • Sýni úr lausum jarðlögum – rannsóknir gerðar á rannsóknarstofu:
    • Rúmþyngd, holrýmd og rakainnihald.
    • Hlutfall lífrænna efna.
    • Kornastærðargreining.
  • Bergkjarnar – rannsóknir gerðar á rannsóknarstofu:
    • Þéttleiki, rúmþyngd og vatnsgleypni.
    • Einásabrotþol.

Verksvið

  • Jarð- og berggrunnsrannsóknir
  • Burðarvirkishönnun
  • Lagna- og loftræstikerfi
  • Skipulagningu og hönnun rafkerfa
  • Gerð útboðsgagna og mat tilboða
  • Brunatækni
  • Götur
  • Veitulagnir
28.000 m² 
Stærð
4.000 tonn 
Bendistál
6.000.000 tonn 
Sjó dælt úr grunni

Harpan er 28.000 fermetrar að stærð og 43 metra há. Botnplata hússins er um 8.000 fermetrar og í húsið fóru samtals um 2.500 tonn af burðarstáli og 4.000 tonn af bendistáli. Úr grunni hússins var mokað í burtu á annað hundrað þúsund rúmmetrum af jarðvegi og um sex milljónum tonna af sjó var dælt upp úr grunninum á meðan framkvæmdum stóð. Heildarloftmagn loftræstikerfa hússins er um 375.000 m³/h.

Play

Harpa, tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð