Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun er samþætt varma- og raforkuvirkjun, staðsett á einu af stærstu jarðhitasvæðum landsins. Uppsett afl er 200 MW í varmaafli og 303 MW í raforku. Tilgangur virkjunarinnar er að mæta aukinni eftirspurn eftir rafmagni og vatni til húshitunar. 

Hellisheiðarvirkjun - Mannvit.is

Virkjunin var reist í áföngum frá árinu 2006 og framtíðaráætlanir ON gera ráð fyrir frekari stækkun varmavirkjunarinnar í áföngum upp í 400 MW varmaafls eins og hönnunin gerir ráð fyrir, eftir því sem þörf á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins eykst. Heildarafl fullbyggðrar virkjunar verður þá 303 MW rafafls og 400 MW í varmaafli. 61 hola var boruð á 1000-2200 metra dýpi þar af 44 framleiðsluholur og 17 niðurdælingarholur. Eigandi virkjunarinnar er Orka náttúrunnar (ON).

Mannvit hefur átt ríkan þátt í uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar, allt frá undirbúningi, borun og hönnun til lokaframkvæmda, í nánu samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og nú Orku náttúrunnar. Hönnuðir Hellisheiðarvirkjunar eru Mannvit, Verkís, TARK Teiknistofan og Landslag.  Nýjasta stækkunin er sjötti áfangi þar sem fjórar holur í Hverahlíð tengjast núverandi gufuveitu Hellisheiðarvirkjunar.

Verksvið Mannvits

  • Verkefnastjórnun
  • Fullnaðarhönnun virkjunar
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Hagkvæmniathugun
  • Tæknilegt eftirlit
  • Hönnunarstjórn
  • Vélbúnaðarhönnun
  • Lagnahönnun
  • Borholuhönnun
  • Undirbúningur útboða og mat á tilboðum
  • Úttekt bortækja, tengds búnaðar og efna
  • Eftirlit á bortíma
  • Ferla- og kerfishönnun
  • Verkhönnun
  • Hönnun stjórnkerfa og loftræstikerfa
  • Skjalastýring
  • Smíðateikningar
  • Eftirliti á verkstað
  • Eftirlit fyrir túrbínu og kalda enda
  • Eftirlit með gufuveitu og rafkerfum
  • Eftirlit með rafmagnsvinnu
  • Eftirlit með byggingarvinnu
  • Eftirlit með vélrænni vinnu
  • Gangsetning og prófanir
  • Viðtökupróf
  • Þjálfun starfsmanna á verkstað

Upplýsingar um virkjunina:

Áfangi 1: 2006, 2x45 MWe - háþrýstings túrbínur

Áfangi 2: 2007, 33 MWe - lágþrýstings túrbína

Áfangi 3: 2008, 2x45 MWe - háþrýstings túrbínur

Áfangi 4: 2010, 133 MWth varma virkjun

Áfangi 5: 2011, 2x45 MWe - háþrýstings túrbínur

Áfangi 6: 2015, tenging hola í Hverahlíð

Áfangi 7: 2020, stækkun hitaveitu - 70 MWth

Áfangi 8: 2030 (áætlað) - 133 MWth

Verksvið

Mannvit sá um heildarhönnun og verkefnastjórnun, hagkvæmniathugun, mat á umhverfisáhrifum, umhverfislíkan, verkhönnun, hönnun vélbúnaðar-, loftræstikerfis- og stjórnbúnaðar. Gerð útboðsgagna, mat á tilboðum, borráðgjöf, tæknilegt eftirlit og framkvæmdaeftirlit, viðtökuprófanir á búnaði og gangsetning var einnig í höndum Mannvits.

303 MW 
Uppsett afl raforku
200 MW 
Uppsett varmaafl
61
Borhola

Hellisheiðarvirkjun en ein aflmesta jarðhitavirkjun heims en útblástur koldíoxíðs frá virkjuninni er um 1% losunar CO2 frá olíu eða gasvirkjun sömu stærðar. Árið 2014 hófst hreinsun á útblæstri og niðurdæling á H2S og CO2 í berggrunninn.

Play

Hellisheiðarvirkjun