Hitaveita á Höfn í Hornafirði

Ný hituveitulögn fyrir íbúa á Höfn í Hornafirði fer um 20 km leið til um 600-700 húsa á Höfn og 50-70 hús í Nesjum sem markaði þáttaskil fyrir bæinn. Mannvit fór með framkvæmdaeftirlit með lagningu nýju hitaveitunnar. Meirihluti íbúa Hafnar í Hornafirði fékk vatn frá nýrri hitaveitu á árinu 2020 og lokið var við að tengja nýja notendur við veituna þar og í sveitinni á fyrri hluta árs 2021.

Jarðhitasvæðið í Hoffelli í Hornafirði hefur verið rannsakað afar vel en Rarik tók við verkefninu og lét bora þar rannsóknar- og vinnsluholur.  

 

Framkvæmdaeftirlit Hitaveitulagningar Höfn Í Hornafirði Mannvit

RARIK lét bora rannsóknar- og vinnsluholur á jarðhitasvæðinu í Hoffelli eftir miklar rannsóknir og lagði í kjölfarið um 20 kílómetra langa stofnæð til Hafnar.

Nýja hitaveitan leysti eldri fjarvarmaveitu af hólmi á svæðinu og stuðlar að bættri orkunýtingu, aukinni sjálfbærni svæðisins og bættu orkuöryggi.

Verksvið

Framkvæmdaeftirlit