Hjúkrunarheimili á Egilsstöðum

Byggingastjórnun og eftirlit vegna byggingar hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Egilsstöðum á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Verkið fóls m.a. í gerð samninga við iðnmeistara og verktaka, samræmingu verkþátta og öryggismála, eftirliti með BREEAM skráningum, mati og staðfestingu verkáætlana, stýringu aukaverka ásamt umsjón og stjórnun rýni- og verkfunda á framkvæmdatíma. Dagleg samskipti við verktaka fyrir hönd verkkaupa ásamt skýrslugjöf um framvindu og utanumhald verksamninga við verktaka.

Verksvið

Byggingarstjórn og eftirlit með jarðvinnu, uppsteypu, fullnaðarfrágangi og lóð.

3000 m² 
Stærð
2015
Verklok
1400 m.kr. 
Kostnaður

"Með þessum 40 litlu hjúkrunarrýmum fyrir hvern og einn hefur þjónustan við aldraða batnað og plássleysið er úr sögunni hér á Egilsstöðum."

Skarphéðinn Smári Þórhallsson

Verkefnisstjóri