Holtavirkjun
Holtavirkjun verður staðsett á einu stærsta orkuvinnslusvæði landsins, vatnasviði Þjórsár- og Tungnaár. Mannvit hefur unnið að rannsóknum og undirbúningi virkjana í neðri hluta Þjórsár, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun fyrir Landsvirkjun. Í dag er Holtavirkjun í biðflokki rammaáætlunar.
Virkjað rennsli miðað við núverandi forsendur er um 357 m3/s og uppsett afl um 57 MW í tveimur Kaplan vélum með lóðréttan ás. Orkugetan er allt að 450 GWh á ári.

Mannvit hefur unnið að undirbúningi virkjunarinnar m.a. rannsóknir, hönnun, útboðsgögn, ÖHU áætlanir og kostnaðaráætlanir í samvinnu við Verkís.
Mannvit vann einnig þrívíddargrafík ásamt gerð kynningarmyndbands í samvinnu við J&L.
Verksvið
- Endurskoðun á verkhönnun
- Jarðfræðirannsóknir
- Jarðefnarannsóknir
- Steypuefnisrannsóknir
- Flóðareikningar
- Straumfræðihönnun mannvirkja
- Aðstoð við líkangerð
- Burðarþolshönnun steyptra mannvirkja
ásamt hönnun á stíflum skurðum og jarðgöngum - Gerð hönnunarforsenda
- Gerð kostnaðaráætlana
- Gerð almennra útboðsgagna og lokahönnun
- Áhættumat fyrir mannvirki
- ÖHU áætlanir
- Hönnun fiskvega
- Þrívíddargrafík
- Gerð kynningarmyndbands
357 m3/s
Virkjað rennsli450 GWst
Orkugeta57 MW
Uppsett aflKynningarmyndband