Hönnun og mat á umhverfisáhrifum Reykjanesbrautar

Mannvit vann hönnun og umhverfismat vegna breikkunar Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, frá Krýsuvíkurvegi að Hrauni vestan Straumsvíkur en þar lýkur fjögurra akreina kafla til vesturs úr Hafnarfirði. Núverandi vegur verður breikkaður úr tveimur samhliða akreinum í tvær og tvær aðskildar en með því eykst umferðaröryggi vegfarenda til mikilla muna. Núverandi vegur er nýttur í nýja framkvæmd og því hugað að ábyrgri auðlindanýtingu auk þess sem að uppbyggingin tryggir bættar og öruggari samgöngur á svæðinu. Stækkun verður gerð á mislægum gatnamótum við Straumsvík með tengingu við iðnaðarsvæði Álhellu og ný mislæg gatnamót byggð við Rauðamel til þess að tengja nýtt framtíðar byggingarsvæði Hafnarfjarðar.

Reykjanesbraut Tvofoldun

Mannvit gerði einnig kynningarmyndband fyrir Vegagerðina sem sýnir forhönnun breikkunarinnar á myndrænan hátt. Lengd vegkaflans er um 5,6 km og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík, sem ekki hefur verið breikkaður. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi með því að aðgreina akstursstefnur. 

Verksvið

  • Hönnun
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Kynningarmyndband
5.6 km 
Lengd
Play

Myndband breikkunar Reykjanesbrautar