Hreinsistöð fyrir Hauggas

Metangas er framleitt úr hauggasi, sem safnað er úr sorphaugum.  Undanfarin ár hefur Mannvit unnið náið með SORPU að því að nýta sorphauga höfuðborgarsvæðisins til framleiðslu á metangasi til notkunar sem ökutækjaeldsneyti. 2011 hóf Mannvit að vinna að stækkun hreinstöðvar SORPU í Álfsnesi, sem miðaði að því að auka afköst og bæta rekstraröryggi stöðvarinnar verulega. Að lokinni stækkun verður mögulegt að keyra samtals 1000 Nm³/h af hauggasi í gegnum stöðina, sem er um 25% aukning auk þess sem rekstraröryggi stöðvarinnar er verulega aukið. 

Mannvit hefur frá upphafi verið ráðgjafi SORPU við hreinsistöðina í Álfsnesi sem framleiðir stóran hluta metangas fyrir bifreiðar á Íslandi. Í kjölfar aukinnar eftirspurnar eftir metangasi á ökutæki var ný hreinsistöð reist árið 2005 og stækkuð 2008 og 2012, allt með ráðgjöf Mannvits við hönnun og innkaup á vélbúnaði. Mannvit hefur jafnframt veitt ráðgjöf tengt safnkerfi fyrir hauggas í Álfsnesi, hönnun og eftirlit með stækkun safnkerfisins. 

Verksvið

Mannvit hefur séð um: verkefnisstjórn, feril-, tækja- og lagnahönnun; hönnun raf- og stjórnbúnaðar og gerð útboðsgagna ásamt yfirferð tilboða, áhættumat og ATEX greiningu; aðstoð við kaup á búnaði, eftirlit, prófanir og gangsetningu. 

1000 Nm³/h 
Hámarks afköst
94-98
Gæði metaneldsneytis
20-25 bar   
Vinnsluþrýstingur

Hámarksafkastageta stöðvarinnar er 1000 Nm³/h af hauggasi. Gæði metaneldsneytis er 94-98% og afhendingarþrýstingurinn er 10 bar inn á metanlögn og 250 bar á flutningsgáma.

Play

Endurnýjanlegt eldsneyti