Hvammsvirkjun jarðgrunnsathugun

Hvammsvirkjun er staðsett á gríðarlega krefjandi svæði með tilliti til jarðfræðilegra aðstæðna, meðal annars vegna mikillar jarðskjálftavirkni og tektónískra sprungna, nútímahraunlags ofan á lausum jarðlögum og fleira. Þetta hefur því kallað á umfangsmiklar jarðgrunnsathuganir um margra ára skeið, bæði fyrir og samhliða hönnun virkjunarinnar, en Mannvit hefur séð um þessar athuganir. 

Hvammsvirkjun verður staðsett á einu stærsta orkuvinnslusvæði landsins, vatnasviði Þjórsár- og Tungnaár. Á svæðinu eru nú þegar sex aflstöðvar sem nýta fall Þjórsár, Tungnaár og Köldukvíslar og verður Hvammsvirkjun sjöunda og neðsta aflstöðin á svæðinu. Með virkjuninni hyggst Landsvirkjun mæta vaxandi orkuþörf í landinu, bæði til almennrar notkunar og iðnaðar. Hvammsvirkjun er hönnuð fyrir allt að 93 MW afl og verður árleg orkugeta allt að 720 GWst.

Helstu lykiltölur:

  • Lón – Hagalón 4 km²
  • Heildar uppgröftur – 3,3 milljón m³
  • Efnisþörf – 1,1 milljón m³

 

Hvammsvirkjun jarðgrunnsrannsókn

Eftirfarandi þættir hafa verið skoðaðir og rannsakaðir í jarðgrunnsathugunum svæðisins:

  • Jarðfræðikortlagning
  • Tektóník og skjálftavirkni
  • Jarðvá (eldvirkni, jarðskjálftar og flóð)
  • Vettvangsrannsóknir
    • Prufugryfjur
    • Sprungukortlagning og sprunguleit
    • Borholur – kjarnaborun
    • Borholur – loftborun
    • Borholur – slagborun
    • Lektar- og dælupróf
    • Grunnvatnshæðarmælingar
    • Mælingar á hitastigi og leiðni grunnvatns
    • SPT borun/sýnataka
    • Greining borkjarna og svarfsýna
    • Berggreining og berggæðamat
  • Prófanir á rannsóknarstofu
    • Prófanir á bergkjörnum
      • Þríásapróf
      • Einásabrotþol
      • Togstyrkur
      • Punktálagpróf
      • Þéttleiki, rúmþyngd og vatnsgleypni
    • Prófanir á lausum jarðlögum
      • Rúmþyngd, holrýmd og rakainnihald
      • Kornastærðardreifing
      • Þjöppunarpróf
      • Lektarpróf
      • Sigpróf
      • Þríásapróf
      • Dínamískt þríásapróf
    • Fylliefni í steypu
      • Kornastærðardreifing
      • Rakainnihald
      • Lífrænt innihald
      • Vatnsdrægni
      • Rúmþyngd
      • Kornalögun
      • Frostveðrun
      • Klóríð innihald
      • Berggreining
      • Fínefnainnihald (flotvog)
      • Alkalí innihald

Mannvit vann einnig þrívíddargrafík og setti upp vefsíðu fyrir rafræna matsskýrslu Hvammsvirkjunar. Í skýrslunni er að finna allar nánari upplýsingar um endurskoðað mat á ferðaþjónustu og útivist og á áhrifum á landslag og ásýnd lands.

Verksvið

Jarðgrunnsathuganir svæðisins:

  • Jarðfræðikortlagning
  • Tektóník og skjálftavirkni
  • Jarðvá 
  • Vettvangsrannsóknir
  • Prófanir á rannsóknarstofu

Aðrir verkþættir

  • Endurskoðun á verkhönnun
  • Flóðareikningar
  • Straumfræðihönnun mannvirkja
  • Aðstoð við líkangerð
  • Burðarþolshönnun steyptra mannvirkja 
    ásamt hönnun á stíflum skurðum og jarðgöngum
  • Gerð hönnunarforsenda
  • Gerð kostnaðaráætlana
  • Gerð almennra útboðsgagna og lokahönnun
  • Áhættumat fyrir mannvirki
  • ÖHU áætlanir
  • Hönnun fiskvega
  • Þrívíddargrafík
  • Uppsetning vefsíðu rafrænnar matsskýrslu
352 m3/s 
Virkjað rennsli
720 GWst 
Orkugeta
93 MW 
Uppsett afl
Play

Hvammsvirkjun - möguleg áhrif fyrirhugaðrar virkjunar.