Hvammsvirkjun

Hvammsvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun sem nýtir vatn í neðri Þjórsá, við Hvamm neðan Þjórsárdals. Hvammsvirkjun verður staðsett á einu stærsta orkuvinnslusvæði landsins, vatnasviði Þjórsár- og Tungnaár. Á svæðinu eru nú þegar sjö aflstöðvar sem nýta fall Þjórsár, Tungnaár og Köldukvíslar og verður Hvammsvirkjun áttunda og neðsta aflstöðin á svæðinu. Með virkjuninni hyggst Landsvirkjun mæta vaxandi orkuþörf í landinu, bæði til almennrar notkunar og iðnaðar.

Virkjað rennsli miðað við núverandi forsendur er um 352 m3/s og uppsett afl um 93 MW í tveimur Kaplan vélum með lóðréttan ás. Orkugetan er allt að 720 GWh á ári.  Vatni verður veitt frá Hagalóni að inntaki stöðvarinnar. Þrýstipípur eru tvær með 6,8 m þvermál hvor. Neðan stöðvarinnar er gert ráð fyrir sveifluþró og frá henni rennur vatnið um jarðgöng og frárennslisskurð út í farveg Þjórsár við Ölmóðsey.

 

Hvammsvirkjun jarðgrunnsrannsókn

Mannvit hefur unnið að undirbúningi virkjunarinnar m.a. rannsóknir, hönnun, útboðsgögn, ÖHU áætlanir og kostnaðaráætlanir í samvinnu við Verkís.

Mannvit vann einnig þrívíddargrafík og setti upp vefsíðu fyrir rafræna matsskýrslu Hvammsvirkjunar. Í skýrslunni er að finna allar nánari upplýsingar um endurskoðað mat á ferðaþjónustu og útivist og á áhrifum á landslag og ásýnd lands.

Jafnframt vann Mannvit jarðgrunnsathugun Hvammsvirkjunar.

Verksvið

 • Endurskoðun á verkhönnun
 • Jarðfræðirannsóknir
 • Jarðefnarannsóknir
 • Steypuefnisrannsóknir
 • Flóðareikningar
 • Straumfræðihönnun mannvirkja
 • Aðstoð við líkangerð
 • Burðarþolshönnun steyptra mannvirkja 
  ásamt hönnun á stíflum skurðum og jarðgöngum
 • Gerð hönnunarforsenda
 • Gerð kostnaðaráætlana
 • Gerð almennra útboðsgagna og lokahönnun
 • Áhættumat fyrir mannvirki
 • ÖHU áætlanir
 • Hönnun fiskvega
 • Þrívíddargrafík
 • Uppsetning vefsíðu rafrænnar matsskýrslu
352 m3/s 
Virkjað rennsli
720 GWst 
Orkugeta
93 MW 
Uppsett afl
Play

Hvammsvirkjun - möguleg áhrif fyrirhugaðrar virkjunar.