IDDP-1 Djúpborun

Mannvit kom að borun rannsóknarholu Iceland Deep Drilling Project (IDDP) niður á 2.100 m dýpi í háhitakerfið í Kröflueldstöðinni. HS Orka, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun eru í IDDP hópnum. Hópurinn er að undirbúa borun á 4-5 km dýpi til að ná hitastigi á bilinu 400-600°C.

Fyrsta IDDP-1 holan var boruð á jarðvarmasvæði Kröflu árið 2009. Á 2100 metra dýpi var borað í kviku og ekki varð komist dýpra. Úr holunni streymdi 450 °C heita gufa þann tíma, sem holan blés.

Hlutverk Mannvits í IDDP-1 verkefninu er aðalráðgjafi sem er ábyrgur fyrir hönnun borhola, borun og rannsókn á tækni fyrir vökvameðhöndlun.

Verksvið

  • Hönnun borholu
  • Boreftirlit
  • Rannsókn á tækni fyrir vökva meðhöndlun
  • Hönnun á prófunum
  • Umhverfismat
450 °C 
Hitastig
2100
Dýpi
30-40 MW 
Möguleg orkuframleiðsla

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi. Fyrirtækið vinnur 73% allrar raforku í landinu, er langstærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi.Um leið er fyrirtækið leiðandi í sjálfbærri nýtingu orkugjafa og stuðlar að aukinni þekkingu, nýsköpun og tækniþróun.

Play

Heitasta borhola í heimi