Jarðhitaráðgjöf í Síle fyrir Alþjóðabankann

Alþjóðabankinn samdi við Mannvit um ráðgjöf á sviði jarðhita fyrir hönd orkuráðuneytis Síle. Ráðgjöfin snérist um að kortleggja helstu hindranir jarðhitanýtingar í Síle, reynslu annarra ríkja í því samhengi ásamt því að skoða kostnað jarðhitaborunar og möguleika á stofnun borfyrirtækis á vegum ríkisins. Verkefnið var leyst í samstarfi við Fundación Chile og þarlenda ráðgjafa.

Verksvið

Ráðgjöf

„Aðal áskorunin í þessu verkefni var samskiptalegs eðlis. Í fyrsta lagi komu margir mismunandi hagsmunaaðilar að verkefninu og í öðru lagi fór mikið af verkefnavinnunni fram á spænsku. Það var áhugavert að kynnast þeim áskorunum sem Síle stendur frammi fyrir í nýtingu jarðvarmaauðlindarinnar. Verkefnið hefur vonandi einnig í för með sér að Alþjóðabankinn leiti til Mannvits með önnur samskonar verkefni í framtíðinni þar sem þau henta vel jarðvarmasérfræðingunum hér.“

Lilja Tryggvadóttir

Verkefnisstjóri