Jarðhitasjóður í Austur-Afríku

Tæknileg ráðgjöf við jarðhitasjóðinn „Geothermal Risk Mitigation Facility“, sem styrkir yfirborðsrannsóknir og boranir í Austur-Afríku. Sjóðurinn er m.a. fjármagnaður af þýskum og alþjóðlegum þróunarbönkum og hlutverk hans er að aðstoða fyrirtæki í fyrstu skrefum jarðhitaverkefna.

Verksvið

Tæknileg ráðgjöf við sjóð sem styrkir jarðhitaverkefni á frumstigi, bæði yfirborðsrannsóknir og boranir.

"Okkar hlutverk er að fara yfir styrkumsóknir með tilliti til útgefinna sjóðsreglna og þekkingar á virkjun jarðvarma. Með auknum styrkveitingum er vonast til að þessi umhverfisvæni kostur verði hluti af orkubúskapnum. Markmiðið er að styrkirnir fari til þeirra verkefna sem eru líklegust til að verða að virkjun."

Lilja Tryggvadóttir

Verkefnisstjóri