Jarðhitasjóður í Austur-Afríku

Tæknileg ráðgjöf við jarðhitasjóðinn „Geothermal Risk Mitigation Facility“, sem styrkir yfirborðsrannsóknir og boranir í Austur-Afríku sem býr að jarðhitaauðlind, metin á yfir 15,000 MW. Styrktarsjóðurinn er að fjárhæð um 122 m.USD er m.a. fjármagnaður af þýskum og alþjóðlegum þróunarbönkum. Hlutverk hans er að aðstoða fyrirtæki í fyrstu skrefum jarðhitaverkefna.

Stjóðurinn var stofnaður 2012 til að ýta við þróun jarðhitaverkefna.

Sjóðurinn styrkir:

  • yfirborðsrannsóknir til að staðsetja fyrstu borholur
  • fyrstu 3 holur á nýjum stað

 

Sjóðurinn er rekinn af RGCU innan AUC (African Union Commission) fyrir fjármagn úr sjóðum EU, GDZ, KfW og UKaid. 

Auk Mannvit eru tæknilegir ráðgjafar við sjóðinn hið þýska endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtæki Rödl & Partner, ásamt undirverktökum.

Löndin sem sótt geta í GRMF sjóðinn er; Eþíópía, Kenía, Rúanda, Tanzanía, Uganda, Burundi, Comoros, Djibouti, Sómalía, Lýðveldið Kongó, Eritrea og Zambia.

Verksvið

Tæknileg ráðgjöf við sjóð sem styrkir jarðhitaverkefni á frumstigi, bæði yfirborðsrannsóknir og boranir.

"Okkar hlutverk er að fara yfir styrkumsóknir með tilliti til útgefinna sjóðsreglna og þekkingar á virkjun jarðvarma. Með auknum styrkveitingum er vonast til að þessi umhverfisvæni kostur verði hluti af orkubúskapnum. Markmiðið er að styrkirnir fari til þeirra verkefna sem eru líklegust til að verða að virkjun."

Lilja Tryggvadóttir

Verkefnisstjóri