Jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi
Landsvirkjun stefnir að því að byggja jarðvarmavirkjun með 90 MW aflgetu í tveim áföngum í Bjarnarflagi á norðausturlandi. Frá árinu 1992 hefur Landsvirkjun fjárfest í töluverðum rannsóknum og tekið stór skref í átt til frekari nýtingar jarðhitasvæðisins í Bjarnarflagi þar sem fyrir er 3 MW virkjun sem hóf rekstur 1969. Umhverfismati fyrir 90 MW virkjun í Bjarnarflagi var lokið árið 2004 en 2014 var ákveðið að endurskoða hluta þess. Verkefnahönnun hófst í byrjun árs 2012.
Mannvit vann að hönnun virkjunarinnar og gerð útboðsgagna í samstarfi við Verkís fyrir allt að 90 MW raforku og mun jafnframt veita tæknilega aðstoð á byggingartímanum.
Verksvið
Verkefnastjórnun fyrir ráðgjafa, gerð útboðsgagna og innkaupaskjala, fullnaðarhönnun, aðstoð við eftirlit fyrir uppsetningu vél- og stjórnbúnaðar.
20 km²
Stærð jarðhitasvæðis738 GWst
Orkugeta6
BorholurFyrirhuguð Bjarnarflagsvirkjun mun nýta háhitasvæðið við Námafjall en nýtingarsaga háhitasvæðisins nær aftur meira en 45 ár og hefur nýting jarðhitavökva á svæðinu í um hálfa öld jafngilt 15-45 MW raforkuframleiðslu.
Myndband um Bjarnarflagsvirkjun frá Landsvirkjun