Jarðhitavirkjun í Filippseyjum

BGI, sem er í eigu ORKA Energy, vinnur að nýtingu jarðvarma á Biliran, einni af Filippseyjum. Mannvit er verkfræðilegur ráðgjafi BGI við verkið. Á undanförunum tveimur árum hafa verið boraðar fjórar borholur og vélbúnaður fyrir virkjun boðinn út.  Auk verkfræðiráðgjafar við undirbúning hefur staðarverkfræðingur komið frá Mannviti.

Verksvið

  • Verkefnastjórnun
  • Kostnaðar- og tímaáætlun
  • Uppfærsla hagkvæmniathugunar
  • Verkhönnun borholuvirkjunar
  • Ráðgjöf við borsamningagerð
  • Borstæði, þ.m.t. borholutopp og fráveitukerfis fyrir rennslisprófanir og rekstur
  • Eftirlit með rennsliprófum
  • Hönnun gufuveitu
  • Grunnskipulag virkjunar
  • Rýni á vélahönnun og verkhönnun
  • Ráðgjöf við orkusölusamninga
  • Frumhönnun virkjunar fyrir útboð
  • Frumhönnun gufuveitu fyrir útboð
  • Tæknileg lýsing fyrir útboð
  • Ráðgjöf við samningerð við verktaka
  • Eftirlit / staðarverkfræðingur
4
Borholur
536 km2 
Biliran eyja
2014
Fyrsta borun

"ORKA Energy, sem er fjárfestingasjóður í Singapore, hefur að markmiði að fjárfesta í nýtingu jarðhita og nýta m.a. íslenska jarðhitaþekkingu í því sambandi. Markaður fyrir raforku stækkar hratt á Filippseyjum, raforkuverð er hátt og landið er ríkt af jarðhita og þrátt fyrir að jarðhitavirkjanir séu þar margar eru einnig mörg ónýtt tækifæri til staðar. Filippseyjar falla því vel að markmiðum ORKA Energy."

Kristinn Ingason

Verkefnisstjóri