Jarðhitavirkjun í Króatíu

Hönnun gufuveitu og niðurdælingar ásamt neyðarlosun á gufu og vatni fyrir 16 MWe tvívökvavirkjun á Velika Ciglena jarðhitasvæðinu í Króatíu. Mannvit var undirverktaki Turboden sem framleiðir og setur upp vélahluta virkjunarinnar.

Verksvið

  • Hönnun gufuveitu
  • Hönnun niðurdælingar
  • Hönnun neyðarlosunar
16 MWe 
Afl
170 °C   
Hitastig

„Áhugavert verkefni þar sem um verður að ræða fyrstu jarðvarmavirkjunina sem framleiðir rafmagn í Austur-Evrópu. Þá hefur verkefnið verið lengi „á radarnum“ en ekkert orðið úr þar til nú. Verkefnið hefur reynt mjög á fjölþjóðlegt samstarf þar sem verkkaupi er frá Ítalíu, eigandi verkefnisins er frá Tyrklandi og verkefnið hefur verið unnið að stórum hluta á skrifstofu Mannvits í Ungverjalandi.“

Ari Ingimundarson

Verkefnisstjóri