Jarðhitavirkjun í Tura, Ungverjalandi
KS Orka samdi við Mannvit um að hanna og reisa jarðhitavirkjun í Tura, sem er landbúnaðarbær um 40 km frá Búdapest. Verkefnið er það fyrsta sinnar tegundar í Ungverjalandi og framleiðir 3 MW af raforku ásamt heitu vatni til upphitunar á gróðurhúsum til tómataræktunar. Verkefnastjórnun er í höndum skrifstofu Mannvits í Búdapest auk hönnunar, innkaupa og byggingarstjórnunar.

Verksvið
- Verkefnastjórnun
- Hönnun
- Innkaup
- Bygging
3Mw
Raforka„Verkefnið er mikilvæg fjárfesting fyrir samfélagið á svæðinu sem mun auka skatttekjur, skapa ný störf og liðka fyrir frekari fjárfestingum og verkefnum á sviði jarðhitanýtingar í bænum. Í samstarfi við Mannvit hefur KS Orka þegar hafið undirbúning að öðrum áfanga verkefnisins, sem er borun á nýjum framleiðslu- og niðurdælingarholum. Markmiðið er að reisa virkjun sem framleiði allt að 10 MW af raforku.”
Verkefnisstjóri
Myndband af Tura jarðhitavirkjun í Ungverjalandi