Jarðhitavirkjun CFE í Los Azufres III, Mexíkó

Mannvit veitti tæknilega aðstoð og hönnun með TSK í alverktöku á 25 MW Los Azufres III jarðhitavirkjuninni í Mexíkó. Virkjunin er reist fyrir ríkisorkufyrirtæki CFE sem á og rekur fjölmargar jarðhitavirkjanir í Mexíkó. Túrbína og rafall eru frá japanska vélaframleiðandanum Fuji.

Verksvið

Tæknileg aðstoð og Hönnun

„Um var að ræða fyrsta samninginn við TSK um hönnunarvinnu fyrir jarðvarmavirkjun. Verkefnið fól í sér lausn á ýmsum tæknilegum áskorunum þar sem um var að ræða hverfil með útblástur í ásstefnu í beinan eimsvala, en fáar slíkar vélar eru uppsettar í heiminum. Þar að auki var gert ráð fyrir 10% þyngdarhlutfalli af gasi sem er með því mesta sem sést í heiminum.“

Ari Ingimundarson

Verkefnisstjóri