Jarðhitavirkjun, El Salvador

Jarðhitasvæði þekkt sem Berlín í El Salvador hefur orkuframleiðslugetu upp á 109 MW. Eigandi virkjunarinnar og rekstraraðili er La Geo SA. Fyrirtækið Enex var ráðið sem EPCM verktaki fyrir þetta verkefni sem hafði að markmiði að byggja 9,3 MW jarðhitavirkjun og réð Mannvit sem undirverktaka. Gufuveitan notar vatn sem skilið er frá jarðhitagufunni til raforkuframleiðslu. Vatnið er kælt úr 180 °C niður í 140 °C og hitanum breytt í raforku í tvívökva orkuveri með isopentan hringrás, eða svokallaðri ORC vinnslurás.

Verksvið

  • Tenging við skiljur frá varmaskiptum orkuvers
  • Ferlahönnun
  • Hönnun á orkuveri
  • HAZOP greining
  • Vélahönnun
  • Grunnmynd
  • Skilgreininga búnaðar
  • Undirbúningur fyrir tæknilega hluta útboðsgagna
  • Framkvæmdaeftirlit
  • Ráðgjöf við gangsetningu
  • Aðstoð við gerð handbókar
180 °C 
Jarðhitavökvi
9,3 MW 
Uppsett afl
40 °C 
∆t