Jarðhitavirkjun að Þeistareykjum

Landsvirkjun vinnur að því að reisa fyrsta áfanga jarðvarmavirkjunar með 90 MW aflgetu á Þeistareykjum. Virkjunin verður með tveimur vélasamstæðum með 45 MW aflgetu hvor. Lokið hefur verið við kaup á öllum vél- og rafbúnaði. Mannvit-Verkís vann að hönnun virkjunarinnar og gerð útboðsgagna. Jafnframt verður veitt tæknileg aðstoð á framkvæmda- og prófunartímanum. Mannvit gerði verkhönnunarskýrslur, hannaði borholur, hafði tæknilegt eftirlit með borun á núverandi gufuholum og mat stærð jarðhitasvæðisins. Mannvit framkvæmdi jafnframt verkhönnun á háspennulínum og tengivirkjum ásamt mati á umhverfisáhrifum og sameiginlegu umhverfismati háspennulína og virkjana á svæðinu. 

Mannvit gerði verkhönnunarskýrslur, hannaði borholur, hafði tæknilegt eftirlit með borun á báðum jarðhitasvæðum og mat stærð jarðhitasvæðisins að Þeistareykjum. Að auki sá Mannvit um verkhönnun á háspennulínum, tengivirkjum og umhverfismat á línum. Fimm holur voru boraðar 2002 til 2003 þar sem Mannvit hannaði prófunartækin fyrir holurnar. Fyrsta framleiðsluholan sem boruð var 2002 lofaði góðu og skilaði 6 MWe. Stefnt er að því að reisa virkjunina í tveim 45 MWe áföngum. Þegar hafa verið boraðar 7 vinnsluholur sem framleiða nægilega gufa fyrir fyrsta áfanga. Vegna staðsetningar er framkvæmdatími á Þeistareykjum frá júní til október, eða fimm mánuðir.

Verksvið

Verkefnastjórnun fyrir ráðgjafa, gerð útboðsgagna og innkaupaskjala, verkhönnun, aðstoð með eftirliti fyrir uppsetning vélahluta og stjórnbúnaðar. Mat á umhverfisáhrifum, hönnun tengivirkis og háspennulína ásamt borráðgjöf, boreftirliti og mat á stærð jarðhitasvæðis var einnig í höndum Mannvits.

90 MW 
Aflgeta í 2 áföngum
2002
Fyrsta rannsóknarholan
200 MW 
Mat á umhverfisáhrifum

„Það eru ýmsar áskoranir vegna staðsetningar virkjunarinnar. Þeistareykir eru í óbyggðum í meira en 300 m hæð yfir sjó, á snjóþungu svæði. Þrátt fyrir þetta stóðu byggingarframkvæmdir yfir í vetur, svo var góðri veglagningu að þakka. Í maí 2015 hófst bygging stöðvarhúss virkjunarinnar, sem er vel á veg komin, og einnig lagning gufuveitu. Verkin eru á áætlun og verður fyrsta vélin afhent til reksturs haustið 2017. Nægileg orka hefur verið tryggð fyrir fyrsta áfanga og verkefnið gengur eins og best verður á kosið.“

Claus Ballzus

Verkefnisstjóri

Play

Þeistareykjavirkjun - myndband frá Landsvirkjun