Vogabyggð - jarðtækniskýrsla íbúðablokka

Mannvit sá um jarðgrunnsathugun og jarðtækniskýrslu á fyrirhuguðu byggingarsvæði fyrir íbúðablokkir við Stefnisvog.

Slíkt verkefni felur í sér að kanna þær jarðvegsaðstæður sem á svæðinu eru, staðfesta hvar burðarhæf jarðlög eða klöpp er staðsett og að skilgreina mögulegar grundunnarlausnir til nánari hönnunar. Í þessu er fólgið að fara yfir þær upplýsingar sem liggja þegar fyrir um svæðið s.s. eins og jarðgrunnskort og rannsóknir á aðliggjandi lóðum. Einnig er farið á svæðið og grafnar prufugryfjur til þess að kanna nánar þær aðstæður sem eru til staðar, þar með talið að staðfesta gerð og gæði klappar og mæla dýpi á grunnvatn ef slíkt er til staðar. Í sumum tilfellum eru tekin sýni úr þeim jarðlögum sem finnast til frekari rannsókna, sérstaklega ef meta þarf hvort fyrirliggjandi jarðlög eru burðarhæf fyrir þau mannvirki sem fyrirhuguð eru. Þar sem talsvert rask fylgir greftri prufugryfja er stundum notast við bortæki til þess að fá samfellda heildarsýn yfir svæðið án þess að þurfa að raska því öllu.

Niðurstöður á rannsókninni eru birtar í jarðtækniskýrslu sem tekur saman helstu niðurstöður rannsókna og leggur heilsteypt mat á þær út frá jarðtæknilegu sjónarmiði. Þær niðurstöður eru svo lagðar fram sem grundvöllur fyrir grundunnarhönnun þeirra mannvirkja sem fyrirhuguð eru eins og reglugerðir segja fyrir um.

Vogabyggð Jarðtækniskýrsla Mannvit

Hlutverk Mannvits í verkefninu:

- Framkvæma nauðsynlegar rannsóknir á svæðinu.

- Taka saman niðurstöður í jarðtækniskýrslu sem grundvöll burðarþolshönnunar.

- Veita aðstoð og ráðleggingar á verktíma varðandi lausnir við framkvæmdina og varðandi samræmingu milli hlutaðeigandi á verktíma.

- Magntaka og samræma nýtingu á efni innan svæðis.

- Skilgreina eftirlit og úttektir á framkvæmdartíma þar sem þörf var á.

 

Tölvumynd Vogabyggð 1, Gelgjutanga ©Hönnunarteymi Teiknistofan Tröð, jvantspijker & partners og Felixx.

 

Verksvið

  • Framkvæmd jarðgrunnsrannsókna
  • Gerð jarðtækniskýrslu 
  • Ráðgjöf á verktíma 
  • Magntaka
  • Samræming efnisnýtingar
  • Skilgreining eftirlits
  • Úttektir á framkvæmdartíma
18,6 ha 
Heildar skipulagssvæði
56.000 fm 
Atvinnuhúsnæði
155.000 fm 
Íbúðarhúsnæði Vogabyggð

Verkefnið var krefjandi þar sem samræming milli margra hlutaðeigandi aðila var ekki alltaf auðveld. Verkefnið sýndi hversu auðveldlega má ná aukinni hagkvæmni í jarðvinnuframkvæmdum þegar vel er staðið að jarðvegsrannsóknum og samræmingu rannsókna og hönnunar.

Þorri Björn Gunnarsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Jarðtækni