Kársnesskóli

Kópavogur mun á næstu árum reisa nýjan Kársnesskóla en nýja skólabyggingin mun hýsa grunn- og leikskóla. Nýr Kársnesskóli verður 5.750 m² á þremur hæðum þar sem burðarvirki skólans verður úr krosslímdum timbureiningum (KLT). Mannvit, Batteríið og Landslag tóku að sér verkið Kársnesskóli - nýbygging sem er heildarhönnun arkitekta og verkfræðinga.

Nýr Kársnesskóli mun að framkvæmd lokinni hljóta norræna Svansmerkið fyrir umhverfisvæna hönnun og efnisval og verður þar með fyrsti skólinn á Íslandi til að hljóta Svansmerkið. 

Mannvit sá um alla verkfræðihönnun á verkinu, verkefnastjórnun, burðarþol, lagnir- og loftræsingu, rafkerfi, hljóðvist, jarðtæknihönnun og brunahönnun ásamt því að veita ráðgjöf vegna Svansvottunar til Kópavogs.

Myndir: Batteríið

 

Verksvið

  • Gerð útboðsgagna
  • Öll verkfræðihönnun
  • Jarðtækni
  • Ráðgjöf á framkvæmdatíma
  • Svansvottun
5.750
Fermetrar