Kalina jarðvarmavirkjun í Þýskalandi

Mannvit vann að hönnun á jarðhitavirkjunar sem er samþætt raforku og varmaaflstöð af Kalina-gerð í Taufkirchen í Þýskalandi, sem er bær í útjarðri München. GeoEnergie Taufkirchen, sem er að hluta í eigu Exorku, hyggst byggja og reka stöðina og sýna fram á hana sem álitlegan kost við nýtingu lághitasvæða. Mannvit og Exorka hafa unnið saman að slíkum virkjunum frá aldamótum.

Meðal verkþátta Mannvits eru verkefnastjórnun, hönnun á lögnum, undirstöðum, burðarvirkjum og pöllum. Ennfremur kemur Mannvit að hönnun á rafkerfum, stýringum, iðntölvuforritun ásamt aðstoð við uppkeyrslu, gerð útboðsgagna og aðstoð í samningagerð við birgja og framleiðendur.

Hitastig vatnsins er um 135 °C og því varð Kalina tæknin fyrir valinu en Taufkirchenstöðin verður önnur slíka stöðin sem gangsett er á þessu svæði. Virkjunin er samþætt raforku og varmaaflstöð og mun framleiða 4 MWe og 35 MWt af heitu vatni til húshitunar í fyrsta áfanga eða um 76 gígavattstundir árlega. Hitaveitan mun þjóna bæjunum Taufkirchen og Oberhaching og mun virkjunin minnka útblástur um 18.000 tonn af koltvíoxíði, sem annars myndast við hefðbundna orkuframleiðslu við brennslu á jarðefnaeldsneyti.

Verksvið

Skýrsla um yfirferð hönnunar, PLC hönnun og forritun, rafmagnshönnun, pípuhönnun, undirstöður, burðarvirki, pallar, útboðsgögn og aðstoð við uppkeyrslu eftir þörfum, framkvæmdateikningar, verkefnastjórnun og samningsmál.

35 MW 
Varmaafl
135 °C 
Hitastig vatns
4 MW 
Raforka

„Hönnunin gengur út á forsmíðaðar einingar sem lágmarka uppsetningartíma á verkstað og gefa kost á endurnýtingu við hönnun á framtíðarvirkjunum.“

Ragnar Heiðar Guðjónsson

Verkefnisstjóri