Kárahnjúkavirkjun, stöðvarhús og göng í Fljótsdal
Kárahnjúkavirkjun er vatnsaflsvirkjun á hálendi Íslands norðan Vatnajökuls og er langstærsta virkjun Íslands með 690 MW afl. Kárahnjúkavirkjun virkjar jökulár Vatnajökuls. Um er að ræða nokkrar stíflur þar sem Kárahnjúkastífla er stærst, fallgöng, sveiflugöng, stöðvarhúshella, frárennslis- aðkomu- og kapalgöng , frárennslisskurð, uppsteypu mannvirkja neðanjarðar, ásamt byggingum við gangamunna. Einnig tvær 400 kV háspennulínur sem hvor um sig er u.þ.b. 50 km að lengd veita raforku til álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Tæknilegar upplýsingar:
- Uppsett afl: 690 MW
- Hverflar: 6 Francis hverflar, lóðréttur ás
- Hámarksrennsli: 144 m3/sek
- Heildarfallhæð: 599 m
- Kárahnjúkastífla: Lengd 700 m; hæð 198 m.
- Uppistöðulón: Hálslón 625 - 575 m.a.s.l.
- Miðlunarrými: 2.100 gígalítrar (GL)
- Aðrennslisgöng: 40 km, ø7,2-7,6 m
- Önnur jarðgöng: 11 göng samtals 32 km að lengd, ø6,5-9,0 m.
- Tryggð orkuvinnslugeta: 4.600 gígavattsstundir á ári (GWst./ári)
Verksvið
Framkvæmdaeftirlit með öllum framkvæmdum og uppsetningu búnaðar, kostnaðargát, yfirferð reikninga og skýrslugerð.
599 m
Fallhæð2100 milljón m³
Miðlunarrými4600 GWst
OrkuvinnsluFramkvæmdir hófust við Kárahnjúkavirkjun árið 2003 og rekstur Fljótsdalsstöðvar hófst árið 2007. Kárahnjúkastífla er hæsta grjótstífla í Evrópu með steyptri þéttikápu. Í stöðvarhúsinu, sem er staðsett neðanjarðar, knýr vatnið sex hverfla og rennur svo um frárennslisgöng og skurð út í Jökulsá í Fljótsdal.