Karmoy álverið í Noregi

Norski álframleiðandinn Hydro hefur um nokkurn tíma unnið að undirbúningi á byggingu nýrrar kerlínu í álveri sínu í Karmøy í Noregi. Mannvit, í gegnum HRV, hefur á síðustu tveimur árum tekið virkan þátt í þessu ferli og borið ábyrgð á hönnun og undirbúningi fyrir nýja skautsmiðju álversins. Samningurinn  felur í sér hönnun á framleiðsluferlinu, hönnun bygginga, hönnun rafmagnsdreifingar, undirbúning útboða fyrir byggingar og allan búnað, rekstur allra samninga, byggingastjórn, öryggisstjórnun á byggingarstað, prófanir á búnaði og gangsetningu skautsmiðju og baðefnavinnslu. 

Samningur HRV er alhliða samningur um hönnun, innkaup og umsjón framkvæmda en eins og gerist með önnur verkefni fyrirtækisins er verkefnisteymið aðallega mannað af starfsmönnum Mannvits og Verkís sem eru eigendur HRV. 

Ljósmyndir © Norsk Hydro

Verksvið

Hönnun, innkaup og umsjón framkvæmda.

12.3 kWh/kg 
Orkunotkun
75.000
Tonn á ári
4.3 milljarðar  NOK 
Áætl.kostnaður

„Vegna sterks heimamarkaðar hafa margir starfsmanna okkar í verkefninu á vegum HRV nærri 20 ára reynslu í álversgeiranum. Það má því segja að ráðgjöfin fyrir álverin á Íslandi hafi skapað verkþekkinguna og reynslu sem nú er orðin að þjónustuútflutningi.“

Stuart Maxwell

Verkefnisstjóri