Kolefnisspor lánasafns

Arion banki fékk Mannvit til liðs við sig til að greina íbúðareignir í húsnæðislánasafni sínu og skilgreina viðmið um grænt húsnæði á Íslandi. Taka þau mið af kolefnisspori á framleiðslu- og byggingarstigi og á lífsferli byggingar. Einnig er horft til notkunar og nýtni orku, en það eru tveir þættir sem hafa helst áhrif á losun kolefnis á líftíma bygginga. Rétt væri að horfa einnig til fleiri þátta til að fá heildrænt yfirlit, svo sem almenningssamgöngur, loftslagsþol, úrgang og endurvinnslu. Skýrslan var gefin út árið 2021.

 

Verkefnið styður við heimsmarkmið 11 um sjálfbærar borgir og samfélög og markmið 13 um verndun jarðar og aðgerðir í loftslagsmálum.

Verksvið

  • Greining á lánasafni
  • Skilgreining viðmiða
11%
Hlutfall á byggingarstigi
8.5%
Hlutfall húsnæðis í lánasafni
8500
Fjöldi eininga í lánasafni