Krafla jarðhitavirkun, lúkning
Mannvit stjórnaði niðursetningu vélar 2 í Kröflustöð, jarðhitavirkjuninni við Kröflu. Auk niðursetningar á vélinni fólst verkefnið í ýmsum endurbótum á kerfum henni tengdri og öflun gufu eins og nauðsynlegt var þegar stöðin var stækkuð úr 30 í 60 MW. Til að afla aukinnar gufu voru boraðar átta nýjar borholur og gufuveita stækkuð og bætt við lágþrýstisafnæðakerfi. Heildarflæði borholuvökva var eftir breytingar 260 kg/s og lengd lagna í gufuveitu um 12,5 km.
Þegar ráðist var í að virkja jarðhitann við Kröflu til raforkuframleiðslu um miðjan áttunda áratuginn var ákveðið að setja upp tvær 30 MWe vélasamstæður. Fyrri samstæðan var tekin í notkun 1977 en hætt var við uppsetningu seinni samstæðunnar í miðju kafi haustið 1978. Öflun gufu gekk illa og var það rakið til eldsumbrota við Leiruhnjúk. Um tíu árum eftir að eldsumbrotum lauk, árið 1996, ákvað Landsvirkjun að ljúka niðursetningu seinni vélarinnar og afla gufu, svo reka mætti stöðina á fullum afköstum. Niðursetningu vélar 2 lauk síðla árs 1997 og Kröflustöð var komin á full afköst, 60 MW í raforku, um ári seinna.
Allur rafbúnaður, stjórnbúnaður og varnarbúnaður vélar 2 var endurnýjaður um leið og lokið var við niðursetningu hennar og í framhaldinu var búnaður vélar 1 endurnýjaður á sama hátt. Vélar voru endurbættar á ýmsan hátt og meðal annars skipt um gangráða þeirra. Afköst gufuveitu voru aukin og hún endurbætt. Loftræstikerfi stöðvarhúss var endurnýjað og byggingar og ýmis hjálparkerfi í stöðinni voru endurbætt. Boraðar voru samtals 8 nýjar vinnsluholur '96-'99 og var þá til reiðu gufa talsvert umfram það sem þarf til að reka Kröflustöð á 60 MWe.
Verksvið
- Verkefnisstjórnun
- Frumáætlun
- Borholuhönnun og verklýsingar fyrir borun
- Hönnun á fyrirkomulagi
- Gerð útboðsgagna
- Yfirferð tilboða
- Verkeftirlit
- Umsjón með framkvæmd
- Gangsetning
- Prófanir
30 MW
Afl túrbínu nr. 28
Nýjar vinnsluholur12.5 km
GufuveitaLandsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi. Fyrirtækið framleiðir 73% allrar raforku í landinu.