Kröflulína 3 framkvæmdaeftirlit
Kröflulínu 3 er 220 kV háspennulína frá Kröflu til tengivirkis Fljótdalsvirkjunar, um 122 km leið. Mannvit hefur heildareftirlit með framkvæmdum línunnar. Verkefnið felst í eftirliti með gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstaða fyrir háspennumöstur. Seinni hluti verksins er framkvæmdaeftirlit við byggingu stálmastra og strengingu á línunni.
Um er að ræða nýja byggðalínu milli Austurlands og Norðurlands sem samanstendur af 328 stálmöstrum og leysir eldri byggðalínu af hólmi. Hvert stálmastur er á bilinu 18-30 metra hátt og hvert mastur kemur í stað allt að 6 tréstaura. Leiðararnir eru þrír og í línuna fer 171 kílómetri af álblönduleiðurum. Þar sem meiri hætta er á ísingu og vindálagi er notaður álblönduleiðari með stálkjarna sem er þyngri, en 219 kílómetra þarf af slíkum vír.
Línunni er ætlað að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu kerfanna og framleiðslueininganna á Þeistareykjum og í Fljótsdal. Landsnet segir að Kröflulína 3 sé afar mikilvægur hlekkur í styrkingu flutningskerfis raforku á Íslandi, eða fyrsta línan, til styrkingar og endurbyggingu á Byggðalínunni. Kostnaður við Kröflulínu 3 er áætlaður tæpir átta milljarðar.

Línan liggur um þrjú sveitarfélög, Skútustaðahrepp, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp og liggur meðfram gömlu byggðalínunni að stærstum hluta.
Þrír verktakar unnu við fyrsta áfanga og er verkinu skipt í þrjú svæði og framkvæmdir á allri línuleiðinni samtímis. Byggja þurfti nýja brú yfir Jökulsá á Dal við hlið einnar elstu brúar landsins sem ber ekki þá þungaumferð sem fylgir línuframkvæmdum sem þessum.
Verksvið
Eftirlit með verklegum framkvæmdum
- Slóðagerð
- Gerð undirstaða
- Reisingu háspennumastra
- Strengingu línuvírs
328 stk
Möstur1500 tonn
Leiðarar122 km
VegalengdKröflulína 3 - Framkvæmdaeftirlit á vegum Landsnet