Landfylling og hafnargerð, Fjarðabyggð
Fjarðabyggð bætir hafnaraðstöðu svæðis við Leirubakka á Eskifirði í tengslum við nýja frystigeymslu Eskju.
Á svæðinu eru burðarlítil jarðlög sem valdið hafa missigi á og við fyrirhugað framkvæmdasvæði. Í ljósi þessa voru gerðar rannsóknir á svæðinu til að velja hentuga grundunarlausn og skilgreina forsendur fyrir hönnun nýrra mannvirkja.
Framkvæmdar voru rannsóknarboranir og höfðu sérfræðingar Mannvits í jarðfræði og jarðtækni umsjón með undirbúningi verks, samningagerð, undirbúningi borstaða og sýnatöku á staðnum. Rannsóknir á völdum sýnum voru framkvæmdar á rannsóknarstofu Mannvits.

Alls voru boraðir um 375 m í 10 borholum og tekin 125 sýni til rannsókna.
Rannsóknarboranir á verkstað:
- SPT (standard penetration test) og sýnataka á hreyfðum sýnum.
- Shelby sýnataka. Óhreyfð sýni til frekari prófana á rannsóknarstofu.
Rannsóknir á rannsóknarstofu:
- Rakastig, sáldurferill með sigtun og með flotvog [hydrometer].
- Sigpróf [Ödometer] á óhreyfðum sýnum.
- Eiginleikum jarðefna lýst, bæði á vettvangi borunar og á rannsóknarstofu.
Verksvið
- Undirbúningur
- Samningagerð
- Undirbúningur borstaða
- Sýnataka og rannsóknir