Móavegur
Hús Bjargs íbúðafélags við Móaveg 2-12 eru sex talsins. Öll verkfræðihönnun var í höndum Mannvit.
Bjargi er ætlað að skapa tekjulægri hópum öruggt og gott húsnæði. Hagsýni, skynsemi og gæði eru höfð að leiðarljósi við hönnun íbúðanna til að halda leiguverði lágu og er þar m.a. horft til fermetrafjölda. Íbúðir eru ekki stórar, eða 45 fermetra tveggja herbergja íbúðir, 70 fermetra þriggja herbergja íbúðir, 85 fermetra fjögurra herbergja íbúðir og 100 fermetra fimm herbergja íbúðir.

Arkitektahönnun var hjá Yrki arkitektar en verktakinn var ÍAV. Þess má geta að íbúðirnar voru afhentar sex mánuðum á undan áætlun.
Ljósmyndir:Yrki arkitektar
Verksvið
- Burðarþolshönnun
- Lagnahönnun
- Loftræstingarhönnun
- Raflagnahönnun
- Brunahönnun
- Hljóðvistarhönnun
Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun rekin án hagnaðarmarkmiða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB, aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norænni fyrirmynd.
www.bjargibudafelag.is