Metanól verksmiðja

Carbon Recycling International (CRI) verksmiðjan, sem framleiðir um 2 milljón lítra af metanóli á ári var tilbúin í lok árs 2011. CRI áætlar að stækka verksmiðjuna til að framleiða meira en 5 milljón lítra á ári. Árleg losun á 4500 tonnum af koltvísýringi frá jarðvarmavirkjunni í Svartsengi er nú endurheimt úr útblæstrinum og nýtt til framleiðslu á metanóli.

Framleiðsluferlið er vistvænt og eina aukaafurðin er súrefni. Fyrirsjáanlegt er að losun á CO₂ verður dýrari með þróun viðskiptakerfis ESB fyrir losunarheimildir.  CRI verður í góðri stöðu til að hafa tekjur í gegnum losunarheimildir og á mörkuðum fyrir endurnýtanlega orku. Metanól hefur möguleika til að verða sjálfbær uppspretta af endurnýtanlegu eldsneyti fyrir Ísland og Evrópu. Framleiðsla á metanóli með því að nýta orku frá jarðvarma á sambærilegan hátt við Ísland er einnig hægt að sjá fyrir sér á mörgum svipuðum stöðum um allan heim. CRI áætlar að byggja stærri verksmiðju á Íslandi sem mun framleiða allt að 50 milljón lítra af metanóli á ári til útflutnings til Evrópu. Metanól frá CRI er endurnýtanlegt eldsneyti, sem uppfyllir  tilskipun ESB um endurnýjanlega orku. Metanól er því hagkvæm lausn á eftirspurn eftir endurnýtanlegu eldsneyti sem uppfyllir kröfur Evrópusambandsins.

Verksvið

For- og fullnaðarhönnun á mannvirkjum, rafmagni, lögnum og loftræstingu, brunamálum, vegum og veitum. CFD greining á losun gas frá ventlum frá verksmiðjunni og aðstoðað við að teikna staðsetningu lagna fyrir nokkra hluta í verksmiðjunni.

2.000.000 lítrar 
Framleiðsla metanóls
4500 tonn 
CO₂ notkun
2011
Gangsetning