Metan í stað dísilolíu

Malbikstöðin skiptir yfir á metanbrennara við framleiðslu á malbiki. Metanið kemur frá Sorpu og er unnið úr heimilissorpi höfuðborgarbúa. Malbikstöðin mun kaupa allt að milljón normalrúmmetrum (Nm) af hreinsuðu metangasi á ári. Metangasið kemur í stað dísilolíu sem dregur  umtalsvert úr kolefnisfótspori malbiksins. Kolefnissporið minnkar um allt að 2.700 tonn CO2-ígildi á ári. 

Malbiksstöðin Metan

Þessi tækni við framleiðsluna styður við heimsmarkmið 13 um aðgerðir í loftslagsmálum og markmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu. Mannvit kom að allri verkfræðivinnu við undirbúning verkefnisins.

Ljósmynd: Malbikstöðin

Verksvið

Öll verkfræðiráðgjöf

13 aðgerðir  í  loftslagsmálum 
Heimsmarkmið SÞ
2700 tonn 
Samdráttur C02
12 ábyrg  neysla  og  framleiðsla 
Heimsmarkmið SÞ