Metan í kaffibrennslu
Te & Kaffi hafa unnið að uppsetningu metankerfis við kaffibrennslu sína í Hafnarfirði. Metanið er nýtt sem orkugjafi til að rista kaffibaunir og leysir af hólmi própangas sem notað hefur verið hingað til. Með þessu mun draga verulega úr kolefnisspori kaffisins sem Te & Kaffi býður upp á enda er metanið framleitt af SORPU úr lífgasi sem verður til í gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA.

Mannvit sá um fjárhagslega greiningu á verkefninu, brunatæknilega hönnun, skipulags- og leyfismál, hönnun gasgeymslu og metankerfis og aðstoðaði auk þess við innkaup búnaðar og prófanir.
Mynd: Te og kaffi
Verksvið
- Fjárhagsleg greining
- Brunatæknilega hönnun
- Skipulags- og leyfismál
- Hönnun gasgeymslu
- Hönnun metankerfis
- Ráðgjöf við innkaup búnaðar og prófanir