Metangasvinnsla á Akureyri

Mannvit kom að uppsetningu á aðstöðu fyrir vinnslu og afgreiðslu metans úr hauggasi fyrir Norðurorku en starfsemin fer fram á urðunarstaðnum, aflögðum sorphaug í Glerárdal. Gert ráð fyrir að vinnsla geti numið 600.000 Nm³ af metangasi á ári en stöðin hóf framleiðslu árið 2014. Eigandi haugasstöðvarinnar er Norðurorka en Olís rekur metanafgreiðslustöðina.

Verkefnið fól m.a. í sér áætlun á hauggasútstreymi og þar með metanmyndun í sorphaugnum. Hagkvæmnimat fyrir gassöfnun og vinnslu metansins var unnið auk þess sem nýtingarmöguleikar þess í ýmsa starfsemi voru kortlagðir. Gerðar voru tilraunaboranir og afköst tilraunaholanna könnuð til að leggja mat á áreiðanleika spálíkans fyrir vinnsluna. Mannvit kom einnig að vali á tæknilausnum og hönnun á staðnum. Einnig sinnti Mannvit tæknilegri ráðgjöf og hönnun vegna aðkeyptra tæknilausna. Mannvit vann ennfremur útboðsgögn vegna jarðvinnu og lagnavinnu og sinnti ráðgjöf vegna leyfismála starfseminnar.

Verksvið

  • Áætlun á hauggasútstreymi
  • Hagkvæmnimat fyrir gassöfnun og vinnslu
  • Val á tæknilausnum
  • Hönnun söfnunarkerfis hauggas
  • Dælustöðvarhönnun
  • Hönnun lagna í jörð og lóða
  • Tæknileg ráðgjöf og hönnun hreinsi- og áfyllistöðva
  • Útboðsgögn vegna jarðvinnu og lagnavinnu
  • Ráðgjöf við leyfismál 
600.000 Nm³ 
Metangasframleiðsla
2014
Gangsetning
11.000 tonn 
Minnkað kolefnisspor

„Þegar stöðin hóf framleiðslu um mitt ár 2014 gátu eigendur metanbíla loks ferðast á milli Akureyrar og Reykjavíkur á metani einu saman. Við erum líka að minnka kolefnisspor okkar um 11.000 tonn af koltvísýringi á ári.“

Guðmundur H. Sigurðsson

Verkefnisstjóri