Norðlingaölduveita, verkhönnun

Norðlingaölduveita sem er í verndarflokki rammaáætlunar samanstendur af RCC-stíflu í farvegi Þjórsár, yfirfalli með gúmmílokum, botnrásum, flóðvari, aðrennslisskurði, dælustöð með 25 MW dælum, 6 km löngum jarðgöngum (44m2), úttaki ganga, frárennslisskurði o.fl.

Hönnunarforsendur voru gerðar fyrir veituna ásamt verkhönnunarskýrslu. Verkhönnunarskýrslan er fyrir lónshæð 567.5 m y.s. sem inniheldur lýsingu á mannvirkjum ásamt teikningum. Verkhönnunarskýrslan inniheldur einnig kostnaðaráætlun sem byggir á áætluðum magntölum og einingaverðum ásamt hagkvæmniathugun.

Verksvið

  • Verkhönnunarskýrsla
  • Kostnaðaráætlun
  • Hagkvæmniathugun
25 MW 
Dælur
6 km 
Jarðgöng
652 GWst 
Orkuframleiðsla