Nýtt samgöngulíkan

Mannvit, í samstarfi við COWI, hefur þróað nýtt umferðarlíkan fyrir höfuðborgarsvæðið. Helsta nýjungin er að líkanið gerir ráð fyrir fjölbreyttum ferðamátum þar sem er greint og spáð fyrir umferð bíla, farþega almenningssamgangna, þ.m.t. Borgarlínu og umferð hjólandi. Líkanið verður m.a. notað til að greina áhrif skipulagsbreytinga og framkvæmda á ferðavenjur. Niðurstöðurnar verða einnig notaðar til loftslagsútreikninga.

Verksvið

  • Verkefnastjórnun
  • Nýtt umferðarlíkan
  • Greina áhrif skipulagsbreytinga
  • Framkvæmda á ferðavenjur