Rafvæðing fiskimjölsverksmiðju á Eskifirði
Mannvit kom að rafvæðingu fiskimjölsverksmiðju Eskju á Eskifirði. Mannvit sá um byggingarstjórn, hönnun ýmiss vélbúnaðar, lagna og burðarvirkis. Fjölmörg önnur fyrirtæki unnu að framkvæmdunum, sem eru stórt framfaraskref og auka samkeppnishæfnina til muna. Framkvæmdirnar fólu m.a. í sér rafvæðingu þurrkara, sem áður voru keyrðir á orku framleiddri með olíu.
Framkvæmdirnar fólu einnig í sér ýmsar breytingar á verksmiðjunni. Breytingin hefur afar jákvæð áhrif umhverfið og arðsemi verksmiðjunnar með lækkun á orkukostnaði og minnkandi útblæstri út í andrúmsloftið. Með notkun endurnýjanlegrar orku mun Eskja komast hjá verðsveiflum og óvæntum hækkunum innfluttrar olíu á rekstrarkostnaði í framtíðinni.
Verksvið
- Byggingarstjórnun
- Hönnun ýmiss vélbúnaðar
- Lagnahönnun
- Burðarvirkishönnun
30%
Orkusparnaður100
Starfsmenn Eskju2012
VerklokEskja hf á Eskifirði er eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Í 70 ár hefur félagið verið kjölfesta atvinnulífs á Eskifirði og starfrækir 3 skip, eina fullkomnustu fiskimjölsverksmiðju við Norður Atlantshaf og bolfiskvinnslu.