Rafvæðing fiskimjölsverksmiðju í Neskaupsstað
Mannvit kom að rafvæðingu fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Mannvit sá um byggingarstjórn, hönnun ýmiss vélbúnaðar, lagna og burðarvirkis. Fjölmörg önnur fyrirtæki unnu að framkvæmdunum, sem eru stórt framfaraskref og auka samkeppnishæfnina til muna. Framkvæmdirnar fólu m.a. í sér rafvæðingu þurrkara, sem áður voru keyrðir á orku framleiddri með olíu.
Framkvæmdirnar fólu einnig í sér ýmsar breytingar á verksmiðjunni. Breytingin hefur afar jákvæð áhrif umhverfið og arðsemi verksmiðju Síldarvinnslunnar með lækkun á orkukostnaði og minnkandi útblæstri út í andrúmsloftið. Með notkun endurnýjanlegrar orku mun Síldarvinnslan komast hjá verðsveiflum og óvæntum hækkunum innfluttrar olíu á rekstrarkostnaði í framtíðinni.
Verksvið
- Byggingarstjórnun
- Hönnun ýmiss vélbúnaðar
- Lagnahönnun
- Burðarvirkishönnun
30%
Orkusparnaður270
Starfsmenn2012
VerklokSíldarvinnslan hf. er eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemin á langri reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er það stærsta á Íslandi í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á Íslandi. Síldarvinnslan starfrækir fullkomið fiskiðjuver, þrjá vel útbúnar fiskmjöls- og lýsisverksmiðjur og gerir út þrjú skip til veiða á uppsjávarfiski. Hlutdeildarfélög Síldarvinnslunnar gera út sex uppsjávar- og frystiskip. Síldarvinnslan veitir sérhæfða hafnarþjónustu í Neskaupstað, sér um löndun og starfrækir rúmgóða frysti- og kæligeymslu og afkastamikla ísverksmiðju.
Síldarvinnslan á Neskaupstað