Rammaskipulag Hafnarfjörður

Nýtt rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði er niðurstaða úr sameiningu tveggja tillagna í hugmyndasamkeppni fyrir Hafnarfjarðarbæ og Hafnarfjarðarhöfn. Hryggjarstykkið á Flensborgarhöfn er vistgatan, þar sem fótgangandi og hjólandi hafa forgang á meðan hæg bílaumferð er víkjandi. Gatan tengir mismunandi svæði og starfsemi saman, s.s. Siglingaklúbbinn Þyt, dráttarbraut, Íshúsið, Hafnartorgið og biðstöð Borgarlínu. Á svæðinu verða 600-900 íbúðir fyrir u.þ.b. 1.500-2.500 íbúa. Gert er ráð fyrir allt að 80.000 m² í atvinnuhúsnæði á svæðinu í heild.

Mannvit var ráðgjafi arkitektastofanna Vantspijker & partners, Kjellgren Kaminsky Architecture og Mareld landskapsarkitekter, sem unnu sameiginlega að rammaskipulaginu. Mannvit veitti ráðgjöf tengt samgöngum á svæðinu.

 

Myndir: Hafnarfjarðarbær

Hafnarfjarðarhöfn Nýtt Skipulag

Mannvit var ráðgjafi arkitektastofanna Vantspijker & partners í Hollandi og Kjellgren Kaminsky Architecture AB í samstarfi við Mareld landskapsarkitekter AB í Svíþjóð sem unnið hafa að þessu rammaskipulagi fyrir Hafnarfjarðarbæ og Hafnarfjarðarhöfn. Í ársbyrjun 2018 var auglýst opin hugmyndasamkeppni. Tvær tillögur báru sigur úr býtum sem voru sameinaðar í eina og byggir þetta rammaskipulag á niðurstöðum þeirrar vinnu.

Skipulagssvæðið afmarkast af Cuxhavengötu í vestri, Hvaleyrarbraut og Strandgötu í suðri og Strandgötu 75 (Drafnarhúsið) í austri. Í upphafi vinnu við rammaskipulagið var ákveðið í bæjarstjórn að stækka skipulagsmörkin í átt að miðbænum og út fyrir íþróttahúsið.

Allt svæðið er um 84.500 m² og gert ráð fyrir að heildargrunnflötur húsa verði um 42.400 m² og heildar byggingarmagn 143.300 m². Verður nýtingarhlutfalli því 1,7 á öllu svæðinu, minnst á Flensborgarhafnarsvæðinu, 1,00 en mest á Fornubúðarsvæðinu, 2,46.

Áætlaður fjöldi íbúða er 100-200 á Flensborgarhafnarsvæðinu, 500-700 á Óseyrarsvæðinu sem ætti að gefa 1.500 – 2.500 íbúa.

Gert er ráð fyrir allt að 80.000 m² í atvinnuhúsnæði á svæðunum þremur.

Vistgötur og bryggjupallar

Hryggjarstykkið á Flensborgarhöfn er vistgatan, fjölnota umferðar- og dvalarrými. Gatan hlykkjast um svæðið og tengir mismunandi svæði og starfsemi saman, s.s. Siglingaklúbbinn Þyt, dráttarbraut, Íshúsið, Hafnartorgið og biðstöð Borgarlínu. Vistgatan felur í sér fjölbreyttar samgöngugerðir í einu og sama göturýminu, fótgangandi og hjólandi hafa forgang á meðan hæg bílaumferð er víkjandi.

Gatan er í senn þjónustugata fyrir aðföng fyrirtækja, innkeyrsla í bílastæðakjallara og tryggir auk þess aðkomu fyrirtækja og eigenda smábáta að hafnarbakkanum.

Með komu fyrirhugaðrar Borgarlínu fær Strandgata nýtt hlutverk og bætta ásýnd. Í drögum Mannvits, ráðgjafa í umferðarmálum, er gert ráð fyrir að akreinar Borgarlínu séu í miðri Strandgötu og að biðstöð sem þjónar hafnarsvæðinu verði komið fyrir á milli nýrra T-gatnamóta og Íshússins. Jafnframt er gert ráð fyrir bið- og skiptistöð Borgarlínu við verslunarmiðstöðina Fjörð.

Skoða má rammskipulagið í heild hér 

Verksvið

  • Ráðgjöf við skipulagsmál
  • Ráðgjöf vegna samgangna
80.000
Atvinnuhúsnæði m2
600-900
Íbúðir
1.500-2.500
Íbúaaukning
Play

Rammaskipulag Flensborgarhöfn