Rannsóknarverkefni í Ungverjalandi

NER300 sjóður Evrópusambandsins, sem styður við græna og sjálfbæra þróun orkunýtingar í Evrópu, samþykkti styrkumsókn Mannvits og samstarfsaðila þess til rannsóknarverkefnis í jarðhita í Ungverjalandi. Samstarfsaðilar eru efnahagsráðuneyti Ungverjalands og fyrirtækið EU-FIRE kft. Styrkurinn getur numið allt að 39 milljónum Evra en markmiðið með verkefninu er að örva jarðvarmakerfi til raforkuframleiðslu í suðausturhluta Ungverjalands. Örvuð jarðvarmakerfi nýta hita í bergi djúpt í jörðu, með því að dæla niður vatni og dæla því aftur upp heitu.

Rannsóknarverkefni í Ungverjalandi - Mannvit.is

Vatnið er nýtt til raforkuframleiðslu og stundum hitaveitu til að ná sem mestri nýtni úr heitum vökvanum, áður en honum er aftur dælt niður í berggrunninn. Þannig er mynduð hringrás, þar sem varmi bergsins er nýttur. Framlag ESB til verkefnisins getur numið um 40% af heildarkostnaði verksins sem er áætlaður tæplega 120 milljónir Evra. Undanfarin ár hefur Mannvit átt í sívaxandi samstarfi við fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu í gegnum skrifstofu sína í Búdapest um fjölþætta nýtingu jarðvarma til húshitunar, iðnaðar og rafmagnsframleiðslu.

Verksvið

EPCM verktaki þ.e. verkefnastjórn, hönnun, innkaup, byggingastjórnun auk borunar. 

40
ESB styrkur
3500-4000
Borholudýpt
120 M€ 
Áætlaður heildarkostnaður

"EGS verkefnið í suður Ungverjalandi skipar Mannviti í fremstu röð tækni- og þekkingarfyrirtækja sem beita sér fyrir nýsköpun í nýtingu jarðvarma. Þróun EGS tækni mun gera kleift að nýta orku úr iðrum jarðar á stöðum sem til þessa hafa ekki verið talin tæk eða fýsileg."

Óðinn Albertsson

Verkefnisstjóri