SIL jarðhitavirkjun, Sarulla, Indónesía
SIL er hluti af Sarulla jarðhitavirkjuninni sem staðsett er á jarðhitasvæði Silangkitang (“SIL”) annars vegar og hins vegar Namora-I-Langit (“NIL”) í Tapanuli Utara héraði á norðurhluta Sumötru í Indonesíu. SIL-1 hefur framleiðslugetu upp á 110 MW. Eigandi virkjunarinnar og rekstraraðili er Sarulla Operations, SOL.
Hyundai var ráðið sem EPC verktaki fyrir þetta verkefni sem hafði að markmiði að byggja þrjár virkjanir, alls 330 MW. Hyundai réð Mannvit ásamt samstarfsaðila Mannvits í Indónesíu, CBN, sem undirverktaka. Virkjunin nýtir bæði gufu og skiljuvatn til rafmagnsframleiðslu þar sem hita er breytt í orku annars vegar í hefðbundnum bakþrýstihverfli og hins vegar í tvívökva orkuveri, eða svokallaðri ORC vinnslurás. Það er gert til að hámarka nýtni úr jarðhitavökvanum.
Verksvið
- Bestun á gufuveitu
- Bestun á þéttivatnskerfi
- Yfirferð og endurbætur á virkni stöðvar og rekstrarnálgun