Skólamiðstöð í Færeyjum

Mannvit hefur með höndum verkefnastjórnun og verkefnagát við byggingu nýrrar skólamiðstöðvar í Þórshöfn í Færeyjum. Miðstöðin mun hýsa Tækniskóla, Verslunarskóla og Verknámsskóla, en allir hafa þeir búið við mikil þrengsli í byggingum sem standast ekki nútímakröfur skólakerfisins. Vorið 2008 urðu því vatnaskil í menntamálum Færeyinga þegar ákveðið var að byggja nýja byggingu fyrir þessa þrjá skóla.

verslunarsvaedid_2015_2.png (1)

Miðstöðin mun rísa við Marknagil, í jaðri núverandi byggðar í Þórshöfn. Eigandi byggingarinnar er færeyska menntamálaráðuneytið og umsjónaraðili framkvæmdanna er Landsverk. Verktaki flestra verkþátta er færeysk-íslenska verktakafyrirtækið TG Verk. Byggingarmagn verður 19.500 m², með aðstöðu fyrir 1500 nemendur. Fjárhagsáætlun verkefnisins hljóðar upp á 515 milljónir DKK en gert er ráð fyrir að byggingin verði tekin í notkun skólaárið 2016.

Alls sá verkkaupi Mannvits um framkvæmd 7 af 10 verktökusamningnum þar á meðal; undirbúning á framkvæmdasvæði, jarðvinnu, frárennsli, uppsteypu, stálvirki og fleiri verkþætti.

Verksvið

  • Stuðningur við aðalverktaka í samningum við verkefniseiganda
  • Innleiðing ferla verkefnastjórnunar fyrir verkefnið innan ramma gæðakerfis aðalverktaka
  • Stjórna verkefninu fyrir hönd aðalverktaka
  • Stjórna verklegum framkvæmdum fyrir hönd aðalverktaka
  • Verkefnisgát fyrir hönd aðalverktaka
19.500 m² 
Stærð
515 M.DKK 
Fjárhagsáætlun
1500
Nemendur

„Byggingin tekur mið af nútímalegum kennsluháttum og skapandi nálgun í skólastarfi. Húsnæðið þarf að geta þjónað fjölbreyttri notkun og vera sveigjanlegt fyrir áskoranir framtíðarinnar.“

Friðberg Stefánsson

Verkefnisstjóri