Sléttuvegur hjúkrunarheimili

Við Sléttuveg er risið hjúkrunarheimili Hrafnistu sem tekið var í notkun 2020. Sjómannadagsráð í samstarfi við Reykjavíkurborg og Velferðarráðuneytið vinnur nú að þróun og uppbyggingu fyrir aldraða við Sléttuveg í Reykjavík. Hjúkrunarheimilið við Sléttuveg 25 er með 99 rými en kostnaður við byggingu hjúkrunarheimilisins var fjármagnaður af ríkissjóði (85%) og Reykjavíkurborg (15%). Á heimilinu sem er hið 8. sem Hrafnista starfrækir á suðvesturhorni landsins eru um 100 stöðugildi. 

Sléttuvegur Hrafnista DAS Hjúkrunarheimili

Við hjúkrunarheimilið verður byggð þjónustu- og félagsmiðstöð sem rekin verður í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum aldraðra, en bætt verður við byggingarmagn hennar til að geta veitt meiri þjónustu og afþreyingu en almennt gerist í slíkum hverfismiðstöðvum. Við þjónustumiðstöðuna verða byggðar 60 leiguíbúðir sem sérhannaðar eru fyrir aldraða, auk 80 íbúða til viðbótar sem staðsettar verða í öðru húsi tengt verður við þjónustumiðstöðina með innangengum tengigangi.

Á vef Hrafnistu segir að þegar framkvæmdum verður lokið má gera ráð fyrir að á Sléttuvegi  komi til með að búa meira en 600 íbúar á efri árum annaðhvort með innangengt við þjónustumiðstöðina á Sléttuvegi, eða í göngufjarlægð frá henni. Auk þeirra búa  meira en tvö þúsund aldraðir íbúar í Háleitis-, Bústaða- og Fossvogshverfi sem eru í nánd við þjónustumiðstöðina. 

Ljósmynd: Sigurður Garðarsson/Sjómannadagsráð

Verksvið

  • Lagnahönnun
  • Loftræstihönnun
99
Hjúkrunarrými
60
Leiguíbúðir
600
Íbúar við lok framkvæmda