Stækkun flugstöðvar í Keflavík - landgangur og norðurbygging

Mannvit hefur skrifað undir rammasamning við Isavia um hönnun og ráðgjöf á Keflavíkurflugvelli. Fyrsta verkefni rammasamningsins er 25-30 þúsund fermetra stækkun á núverandi flugstöð. Mannvit mun sjá um alla arkitektahönnun ásamt samstarfsaðila sínum Corgan architects. Verkefnið snýst í megindráttum um stækkun landgangs til norðurs og stækkun norðurbyggingar til suðurs. 

Einnig mun Mannvit sjá um hönnun stýringa og hússtjórnarkerfis, ásamt hönnun eldsneytiskerfis. Heildarfjárfesting verkefnisins er um 15 milljarðar króna. Frekari upplýsingar um verkefnið og yfirlitsmynd er að finna á vef Isavia.

 

Myndir og video: ©Isavia 

 

Stækkun flugstöðvar í Keflavík - Mannvit.is

Stækkun landgangs til norður mun koma í veg fyrir flöskuhálsa við hlið á milli bygginga. Ennfremur eykst sætaframboð við hlið verulega með þessari stækkun og möguleikar á verslunar- og veitingasvæðum opnast. Stækkun norðurbyggingar til suðurs mun stækka biðsvæði, veitinga- og verslunarsvæði norðurbyggingar flugstöðvarinnar. Einnig mun nýtt svæði þjóna sem tengibygging fyrir nýbyggingu til austurs ásamt því að landamæraeftirlit fyrir Non-Schengen farþega sem fara um nýja austurbyggingu fara fram á þriðju hæð byggingarinnar.

Verksvið

Mannvit mun sjá um alla arkitektahönnun ásamt samstarfsaðila sínum Corgan architects.
Einnig sér Mannvit um hönnun stýringa og hússtjórnarkerfis, ásamt hönnun eldsneytiskerfis.

25.000
Fermetrar
2018
Verkefni hófst
15 milljarðar 
Heildarfjárfesting
Play

Video ISAVIA: Stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Keflavík