Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
Auknum ferðamannastraumi fylgja áskoranir og meðal þeirra er stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Fjölgun farþega milli ára hefur verið á bilinu 15 til 18% síðastliðin 2-3 ár. Mannvit hafði með höndum alla raflagna- og lýsingarhönnun við stækkun suðurbyggingar til vesturs. Góð reynsla er komin á samstarfið því að hönnun á öllum tæknikerfum flugstöðvarinnar hefur frá upphafi verið unnin af Mannviti. Núverandi stækkun verður u.þ.b. 5.000 fermetrar á tveimur hæðum ásamt kjallara.
Nýbyggingin tengist núverandi byggingu og er ætluð fyrir farþega innan og utan Schengen svæðisins. Möguleiki verður á að bæta þriðju hæðinni við. Fjárhagsáætlun verkefnisins er á milli 2,5 - 3,5 milljarðar króna.
Flugstöðvar eru flóknar byggingar, en Mannvit hannaði t.d. aðgangsstýrikerfi, hljóðkerfi, brunaviðvörunarkerfi, myndavélakerfi, flugupplýsingakerfi, ýmis hússtjórnarkerfi og tölvu- og símalagnakerfi. Einnig hafði Mannvit með höndum alla hönnun og útboðsgagnagerð um þann búnað og lagnir sem þarf til að landtengja flugvélar, ásamt flughlaðslýsingu.
Öll hönnun raf- og lýsingarkerfa miðast við nýjustu tækni. Orkusparandi búnaður er notaður, öll orkunotkun mæld og kerfunum miðstýrt.
Verksvið
Raflagna- og lýsingarhönnun stækkunar suðurbyggingar til vesturs. Hönnun tæknikerfa flugstöðvarinnar þ.m.t. aðgangsstýrikerfi, hljóðkerfi, brunaviðvörunarkerfi, myndavélakerfi, flugupplýsingakerfi, ýmis hússtjórnarkerfi og tölvu- og símalagnakerfi. Hönnun og útboðsgagnagerð búnaðs og lagna fyrir landtengingu flugvéla, ásamt flughlaðslýsingu.
16 %
Farþegaaukning 2012-20132,5-3,5 milljarðar
Fjárhagsáætlun3,8 milljónir
Farþegar 2014„Mikil aukning farþega í tengiflugi gerir það að verkum að á álagstímum verður þröngt á ákveðnum svæðum. Þessi stækkun hefur í för með sér að farþegarnir dreifast meira um bygginguna og flugvöllurinn getur annað auknum fjölda farþega.“
Verkefnisstjóri