Stefnumótun fyrir sorpurðun Vesturlands

Unnin var aðgerðaáætlun fyrir Vesturland fyrir sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á vegum starfshóps Sorpurðunar Vesturlands. Markmið verkefnisins var að kortleggja stöðuna og leggja fram tillögur að aðgerðum til þess að hætta urðun lífræns og brennanlegs úrgangs og tryggja að meðhöndlun úrgangs sé í samræmi við ný lög og reglur.

Staðan á Vesturlandi er að mörgu leyti góð en fram undan er lagabreyting og mörg sveitarfélög þurfa að ráðast í breytingar á meðhöndlun úrgangs og skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Þannig má stuðla að aukinni endurnýtingu og sorpflokkun til þess að ná fram hagræðingu og bæta umgengni við náttúruna.

Verksvið

  • Verkefnastjórnun
  • Greining
  • Áætlanagerð