Styrking byggðalínu og orkuöryggi

Sumarið 2019 réðst Landsnet í viðamikið verkefni við að leggja nýja byggðalínu, Kröflulínu 3, milli Norður- og Austurlands. Með nýrri línu verður afhending orku á Norður- og Austurlandi stöðugri og gæði hennar aukast. Verkefnið var brýnt enda mikilvægt að leysa gömlu byggðalínuna frá árinu 1978 af hólmi. Nýja byggðalínan ber heitið Kröflulína 3 og liggur um 122 km leið frá Kröflu að tengivirki Fljótdalsvirkjunar. Mannvit hafði heildareftirlit með framkvæmdinni sem fólst í að gera undirstöður fyrir möstur, reisa þau og strengja línur milli þeirra, leggja vegslóða og aðra jarðvinnu. Í óveðrinu á Norðvesturlandi 2019 kom bersýnilega í ljós að huga þarf sérstaklega að grunninnviðum samfélagsins og að þörf er á að bæta raforkuflutningskerfið víðsvegar á landinu.

Kröflulína 3. Mannvit

Verksvið

Heildareftirlit jarðvinnu og strengingu lína.

122 km 
Vegalengd