Sultartangalína 3, 420 kV

Mannvit var með eftirlit á byggingu 130 km langrar 420 kV háspennulínu sem liggur frá Sultartanga að Brennimel fyrir Landsnet. Lagning 420 kV háspennulínu frá Sultatangastöð að Brennimel í Hvalfirði hófst 2004. Verkið samanstóð af vegagerð(slóðagerð), jarðvinnu við undirstöður, uppsteypu á undirstöðum og niðursetningu á þeim, reisingu mastra og strengingu á leiðara. 

Verksvið

  • Framkvæmdaeftirlit
  • Kostnaðargát og yfirferð reikninga
  • Áhættumat og ÖHU
  • Skýrslugerð
130 km 
Lengd
420 kV 
Spenna
2006
Tekin í rekstur

Landsnet hf. annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins á Íslandi. Tilgangur með byggingu Sultartangalínu 3 var að auka flutningsgetu raforkukerfisins að aðveitustöðinni á Brennimel, vegna aukningar á orkunotkun á þjónustusvæði hennar meðal annars vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga.