Þverun Þorskafjarðar

Vegagerðin vinnur að undirbúningi vegagerðar vegna þverunar Þorskafjarðar í Austur-Barðastrandarsýslu. Fyrir liggur að leggja veg yfir fjörðinn en yfir dýpsta ál fjarðarins á að reisa 260 m langa brú. Brúin sem er í sex höfum verður grunduð með 280 forsteyptum rekstaurum en laus setlög í firðinum eru allt að 30 metrar að þykkt.

Ný veglína liggur frá Kinnarstöðum í austri að Þórisstöðum í vestri. Nýi vegkaflinn er 2,7 km langur og styttir þjóðveginn um 9 km. Mannvit sá um jarðtæknilega hönnun, gerð sigspár og fyllinga- og fergingaráætlun ásamt gerð útboðsgagna. Greining og túlkun jarðvegssýna var einnig í höndum Mannvits.

Tölvuteikningar: Vegagerðin.
Kort: Loftmyndir.

Þorskafjörður Vegagerð

Verksvið

  • Jarðtækniskýrsla
  • Sigspá
  • Fyllinga- og fergingaráætlun
  • Greining á sveifluhraða vegna staurareksturs
  • Gerð útboðsgagna
350.000 m3 
Fyllingar
280 stk 
Rekstaurar
9 km 
Stytting þjóðvegar

„Það hefur verið lærdómsríkt, skemmtilegt og krefjandi að koma að jarðtæknilegri hönnun verksins. Í verkum sem þessum þar sem jarðtæknilegar aðstæður eru flóknar skiptir megin máli að rannsaka eiginleika lausra jarðlaga vel.“

Benedikt Stefánsson

Jarðtækniverkfræðingur M.Sc. Jarðtækni