Tilraunastöð kísilútfellinga

Geo Dipa Energi réð Mannvit, í teymi með CBN sem er Indónesískur samstarfsaðila Mannvits, Kemía og ÍSOR, til þess að er að útvega heildarlausn tilraunastöðvar til þess að draga úr kísilútfellingum fyrir stækkun jarðhitavirkjunar Geo Dipa Energi í Dieng, Indónesíu. 

Hlutverk íslensku ráðgjafanna er að útvega heildarlausn, þ.m.t. hönnun, framleiðslu, rekstur og þjálfun í rekstri stöðvarinnar.

 

Geo Dipa Dieng Scaling Mitigation Pilot Plant by Mannvit

Rekstur á Dieng 1 sem er þegar til staðar hefur orðið fyrir talsverðum áhrifum af kísilútfellingum og því fékk Geo Dipa Energi ráðgjafahópinn frá Íslandi til liðs við sig áður en ráðist verður í hönnun á næsta áfanga virkjunarinnar. Mannvit er með starfsstöð í Jakarta, Indónesíu sem kom mikið að uppsetningu og rekstri stöðvarinnar.

 

Verksvið

  • Heildarlausn
  • Hönnun
  • Framleiðsla
  • Rekstur
  • Þjálfun
2020-2021
Tímabil